Lög Nemendafélags FL
I. – ALMENN ÁKVÆÐI
1.gr. Nafn félagsins skal vera Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum. Skammstöfun þess skal vera ,NFL‘ eða ,Nemendafélag FL‘.
2.gr. Heimili þess skal vera Framhaldsskólinn á Laugum, 650 Laugar.
3.gr. Tilgangur félagsins skal vera tvíþættur. Það skal starfa sem hagsmunafélag nemenda FL og sjá um að skipuleggja félagsstarf í skólanum.
4.gr. Allir nemendur FL sem greitt hafa tilsett nemendafélagsgjöld teljast félagsmeðlimir í NFL. Upphæð félagsgjaldanna skulu ákveðin af stjórn nemendafélagsins í samráði við skólastjórnendur.
5.gr. Allir félagsmeðlimir skulu vera jafnir og eiga að njóta sömu réttinda.
II. – STJÓRN FÉLAGSINS
6.gr. Sjö einstaklingar skulu sitja í stjórn NFL og skulu fara með æðsta vald félagsins. Verkaskipting milli stjórnarmeðlima skal vera eftirfarandi:
a) Forseti er ábyrgðarmaður félagsins. Hann skal boða til og stýra fundum stjórnarinnar. Jafnframt er forseti tengiliður Nemendafélags FL við stjórn skólans og rödd NFL.
b) Varaforseti skal halda fundargerð fyrir alla formlega fundi stjórnarinnar. Honum ber skylda til þess að halda utan um fundargerðir sitjandi stjórnar og sjá til þess að þær glatist ekki sem og hann skal halda fundargerðunum á stað þar sem að þær eru aðgengilegar öllum meðlimum stjórnarinnar. Varaforseti er staðgengill Forseta í fjarveru hans.
c) Féhirðir skal sjá um fjárreiður, fjárvörslu og bókhald félagsins ásamt þess sem hann skal vinna fjárhagsáætlun í samráði við Forseta. Honum ber skilda til þess að halda utan um bókhald og eignir nemendafélagsins og sjá til þess að það glatist ekki.
d) Skemmtanastjóri/stýra skal skipuleggja og sjá um smærri viðburði á vegum nemendafélagsins í samráði við skemmtinefnd. Skemmtanastjóri skal vera forsvarsmaður skemmtinefndar og stýrir fundum hennar.
e) Íþróttastjóri/stýra skal sjá um vistarkeppnir og aðra íþróttatengda viðburði á vegum nemendafélagsins í samráði við íþróttanefnd. Íþróttastjóri skal vera forsvarsmaður íþróttanefndar og stýrir fundum hennar.
f) Kynningarfulltrúi skal sjá um kynningu og auglýsingu Einnig fellur það undir hlut Kynningarfulltrúa að sjá um aðganga félagsins á samfélagsmiðlum.
g) Nýnemafulltrúi skal gæta hagsmuna nýnema innan stjórnar nemendafélagsins. Sú manneskja sem býður sig fram í það embætti þarf að vera á sínu fyrsta ári innan skólans. Nýnemafulltrúi skal virka sem tengiliður við þá nemendur sem stunda nám við Vopnafjarða- eða Þórshafnardeild framhaldsskólans.
7.gr. Allir meðlimir stjórnarinnar hafa jafnan atkvæðisrétt. Nema ef jafnt er í kosningum, þá hefur forseti úrslitaatkvæði
III. – KOSNINGAR & EMBÆTTISTAKA
8.gr. Sitjandi stjórn skal boða til að minnsta kosti tvennra kosninga á einu skólaári þar sem kosið er í öll embætti nemendafélagsstjórnarinnar.
10.gr. Á kjörfundi I – sem haldin skal í lok vorannar – er kosið í embætti Forseta, Varaforseta, Féhirðis, Skemmtanastjóra/stýru og Íþróttastjóra/stýru. Einungis meðlimir nemendafélags Fl sem eru í fullu staðnámi samkvæmt skilgreiningu LÍN eru kjörgengir í þessar stö ður.
11.gr. Á kjörfundi II – sem haldin skal í byrjun haustannar – er kosið í embætti
Kynningarfulltrúa, Nýnemafulltrúa og allar fastanefndir, ef þarf. Einungis meðlimir nemendafélags Fl sem eru í fullu staðnámi samkvæmt skilgreiningu LÍN eru kjörgengir í þessar stö ður.
12.gr. Eftir kosningar á kjörfundi I skal nýkjörin stjórn skipa tvo einstaklinga í kjörstjórn, sem fer með æðsta vald í kosningum. Kjörstjórn skal einnig taka við framboðum fyrir auglýstan tíma og dæma um gildi þess.
13.gr. Til að framboð teljist gilt þarf frambjóðandi að skila inn undirskriftalista sem staðfestir að undirskrifaðir vilji fá hann í framboð til kjörstjórnar. Alls þurfa 15 manns að skrifa undir og þurfa allir að vera gildir félagsmenn. Félagsmeðlimur má skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðenda. Einungis má hver einstaklingur bjóða sig fram í eitt embætti hverju sinni.
14.gr. Eftir að auglýstur framboðsfrestur rennur út skal stjórn félagsins boða til opins fundar með frambjóðendum. Stjórnin skal einnig skipa eina manneskju til að stjórna þeim fundi og taka við spurningum nemenda.
15.gr. Að lokinni stjórnarskiptarhátíð – sem haldin skal eftir kjörfund I – lýkur kjörtímabili allra meðlima sitjandi stjórnar og nýkjörin 5 manna stjórn tekur við. Embætti sem kosið er í á kjörfundi II skulu vera auð þangað til að þeim fundi kemur.
16.gr. Sé aðeins ein manneskja sem skilar inn framboðslista í öll opin embætti má kjörstjórn sleppa kosningu og skipa þær manneskjur í embætti.
17.gr. Sé enginn sem skilar inn framboðslista í eitthvert embætti má sitjandi stjórn tilnefna einhvern í það embætti án undirskriftarlista.
18.gr. Allar kosningar skulu vera leynilegar.
IV. – VANTRAUST OG BROTTFALL ÚR STJÓRN
19.gr. Skuli meðlimur stjórnar segja af sér á miðju kjörtímabili má sitjandi stjórn skipa mann í það embætti eða halda því auðu þangað til næst er hægt að halda kosningar.
20.gr. Lýsi þriðjungur Félagsmanna NFL eða meirihluti stjórnar NFL yfir vantrausti á embættismann NFL skal taka málið fyrir á fundi stjórnar sem haldinn skal innan við viku frá því að vantrauststillaga berst. Félagsmálafulltrúi skólans, skólameistari eða staðgengill skal vera viðstaddur þann fund. Þar skulu forgöngumenn vantrauststillögunnar rökstyðja mál sitt og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Í leynilegri kosningu þarf tvo þriðju hluta atkvæða til að víkja viðkomandi úr embætti.
IV. – NEFNDIR OG ÖNNUR EMBÆTTI
21.gr. Fastanefndir félagsins skulu vera tvær. Hlutverk þeirra og skipan skal vera samkvæmt greinum 21 til 28.
22.gr. Skemmtinefnd skal vera skipuð þremur félagsmönnum NFL. Nefndin hefur umsjón yfir öllum smærri viðburðum á vegum félagsins og er stjórn NFL til aðstoðar við alla stærri viðburði. Skemmtinefnd skal taka allar hugmyndir félagsmeðlima sem þeim berast til íhugunar. Forsvarsmaður skemmtinefndar er Skemmtanastjóri/stýra félagsins.
23.gr. Íþróttanefnd skal vera skipuð þremur félagsmönnum NFL. Nefndin hefur umsjón yfir öllum viðburðum á vegum félagsins er tengjast íþróttum og er stjórn NFL til aðstoðar við alla stærri viðburði. Íþróttanefnd skal taka allar hugmyndir félagsmeðlima sem þeim berast til íhugunar. Forsvarsmaður íþróttanefndar er Íþróttastjóri/stýra félagsins.
24.gr. Í upphafi haustannar hefur forsvarsmaður fastanefnda heimild til þess að tilnefna fólk í sína nefnd. Staðfesti stjórn NFL ekki tilnefningu forsvarsmanns nefndarinnar skal kjósa í nefndirnar á kjörfundi II. Ef forsvarsmaður óskar ekki eftir því að tilnefna fulltrúa í sína nefnd skal einnig kosið í nefndina á kjörfundi II.
25.gr. Stjórn NFL hefur heimild til að stofna nýjar nefndir.
26.gr. Allir félagsmenn geta sótt um að stofna undirfélög. Umsóknir skal senda til stjórnar NFL og er hún þá tekin fyrir á næsta fundi stjórnar til synjunar eða samþykktar.
27.gr. Ef umsókn er hafnað skal stjórn félagsins skila greinargerð til umsækjanda þar sem ákvörðun stjórnar er útskýrð með haldbærum rökum.
28.gr. Stjórn Nemendafélags FL er ábyrg fyrir starfsemi undirfélaga gagnvart skólanum ásamt formanni viðkomandi félags.
29.gr. Stjórn NFL hefur seturétt á fundum undirfélaga og nefndum félagsins.
30.gr. Einn meðlimur stjórnar NFL skal vera hagsmunafulltrúi sem er tengiliður framkvæmdastjórnar SÍF við NFL og skólastjórnendur. Hagsmunafulltrúin skal kynna SÍF fyrir samnemendum sínum, þegar kostur gefst, svo sem á nýnemakynningum. Einnig skal hann miðla upplýsingum frá aðalþingi og sambandsstjórnarfundum til samnemenda og skólastjórnenda eftir því sem við á. 31.gr. Stjórn félagsins skal skipa fulltrúa nemenda í Skólanefnd FL til að gæta hagsmuna þeirra sem stunda nám við skólann, sbr. 5.gr. Laga um framhaldsskóla nr. 29/2008.
V. – HAGSMUNIR NEMENDA
32.gr. Stjórn Nemendafélags FL skal gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart skólanum, skólastjórnendum og Menntamálaráðuneytinu.
33.gr. Telji nemandi að á sér hafi verið eða sé verið að brjóta getur sá einstaklingur leitað til stjórnar félagsins. Stjórnini ber þá að taka málið fyrir og kanna mögulegar lausnir og viðbrögð í málinu.
34.gr. Sé um stórt hagsmunamál allra félagsmanna að ræða skal Stjórn NFL boða til félagsfundar.
35.gr. Nemendafélagið skal gæta þess að jafnrétti sé milli kynja í störfum sínum.
VII. – GILDISTAKA
36.gr. Lög þessi skulu taka gildi um leið og þau eru samþykkt af nemendum á kjörfundi og skólameistari hefur staðfest þau með undirskrift sinni.
37.gr. Við samþykkt þessara laga veitist sitjandi stjórn félagsins hverju sinni heimild til þess að breyta lögum þessum og bera þau svo undir atkvæðagreiðslu félagsmanna á kjörfundi svo þær breytingar öðlist gildi.
VIÐAUKAR
A – VARAHERLIÐ OG NJÓSNIR
1.gr. Allir meðlimir NFL eru sjálfskipaðir í varaherlið NFL, sem aðeins er hægt að virkja ef annar framhaldsskóli eða nemendafélag geri innrás í skólann, á félagið eða starfsemi þess.
2.gr. Stjórn NFL getur skipað njósnara til að verja Félagið fyrir hugsanlegum innrásum.
3.gr. Liggi fyrir rökstuddur grunur meðal njósnara félagsins um að innrás sé yfirvofandi getur forseti NFL boðað til heræfinga sem öllum meðlimum ber skylda til að ástunda.
4.gr. Njósnari félagsins skal alltaf vera ávarpaður Júlíus.
I. – ALMENN ÁKVÆÐI
1.gr. Nafn félagsins skal vera Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum. Skammstöfun þess skal vera ,NFL‘ eða ,Nemendafélag FL‘.
2.gr. Heimili þess skal vera Framhaldsskólinn á Laugum, 650 Laugar.
3.gr. Tilgangur félagsins skal vera tvíþættur. Það skal starfa sem hagsmunafélag nemenda FL og sjá um að skipuleggja félagsstarf í skólanum.
4.gr. Allir nemendur FL sem greitt hafa tilsett nemendafélagsgjöld teljast félagsmeðlimir í NFL. Upphæð félagsgjaldanna skulu ákveðin af stjórn nemendafélagsins í samráði við skólastjórnendur.
5.gr. Allir félagsmeðlimir skulu vera jafnir og eiga að njóta sömu réttinda.
II. – STJÓRN FÉLAGSINS
6.gr. Sjö einstaklingar skulu sitja í stjórn NFL og skulu fara með æðsta vald félagsins. Verkaskipting milli stjórnarmeðlima skal vera eftirfarandi:
a) Forseti er ábyrgðarmaður félagsins. Hann skal boða til og stýra fundum stjórnarinnar. Jafnframt er forseti tengiliður Nemendafélags FL við stjórn skólans og rödd NFL.
b) Varaforseti skal halda fundargerð fyrir alla formlega fundi stjórnarinnar. Honum ber skylda til þess að halda utan um fundargerðir sitjandi stjórnar og sjá til þess að þær glatist ekki sem og hann skal halda fundargerðunum á stað þar sem að þær eru aðgengilegar öllum meðlimum stjórnarinnar. Varaforseti er staðgengill Forseta í fjarveru hans.
c) Féhirðir skal sjá um fjárreiður, fjárvörslu og bókhald félagsins ásamt þess sem hann skal vinna fjárhagsáætlun í samráði við Forseta. Honum ber skilda til þess að halda utan um bókhald og eignir nemendafélagsins og sjá til þess að það glatist ekki.
d) Skemmtanastjóri/stýra skal skipuleggja og sjá um smærri viðburði á vegum nemendafélagsins í samráði við skemmtinefnd. Skemmtanastjóri skal vera forsvarsmaður skemmtinefndar og stýrir fundum hennar.
e) Íþróttastjóri/stýra skal sjá um vistarkeppnir og aðra íþróttatengda viðburði á vegum nemendafélagsins í samráði við íþróttanefnd. Íþróttastjóri skal vera forsvarsmaður íþróttanefndar og stýrir fundum hennar.
f) Kynningarfulltrúi skal sjá um kynningu og auglýsingu Einnig fellur það undir hlut Kynningarfulltrúa að sjá um aðganga félagsins á samfélagsmiðlum.
g) Nýnemafulltrúi skal gæta hagsmuna nýnema innan stjórnar nemendafélagsins. Sú manneskja sem býður sig fram í það embætti þarf að vera á sínu fyrsta ári innan skólans. Nýnemafulltrúi skal virka sem tengiliður við þá nemendur sem stunda nám við Vopnafjarða- eða Þórshafnardeild framhaldsskólans.
7.gr. Allir meðlimir stjórnarinnar hafa jafnan atkvæðisrétt. Nema ef jafnt er í kosningum, þá hefur forseti úrslitaatkvæði
III. – KOSNINGAR & EMBÆTTISTAKA
8.gr. Sitjandi stjórn skal boða til að minnsta kosti tvennra kosninga á einu skólaári þar sem kosið er í öll embætti nemendafélagsstjórnarinnar.
10.gr. Á kjörfundi I – sem haldin skal í lok vorannar – er kosið í embætti Forseta, Varaforseta, Féhirðis, Skemmtanastjóra/stýru og Íþróttastjóra/stýru. Einungis meðlimir nemendafélags Fl sem eru í fullu staðnámi samkvæmt skilgreiningu LÍN eru kjörgengir í þessar stö ður.
11.gr. Á kjörfundi II – sem haldin skal í byrjun haustannar – er kosið í embætti
Kynningarfulltrúa, Nýnemafulltrúa og allar fastanefndir, ef þarf. Einungis meðlimir nemendafélags Fl sem eru í fullu staðnámi samkvæmt skilgreiningu LÍN eru kjörgengir í þessar stö ður.
12.gr. Eftir kosningar á kjörfundi I skal nýkjörin stjórn skipa tvo einstaklinga í kjörstjórn, sem fer með æðsta vald í kosningum. Kjörstjórn skal einnig taka við framboðum fyrir auglýstan tíma og dæma um gildi þess.
13.gr. Til að framboð teljist gilt þarf frambjóðandi að skila inn undirskriftalista sem staðfestir að undirskrifaðir vilji fá hann í framboð til kjörstjórnar. Alls þurfa 15 manns að skrifa undir og þurfa allir að vera gildir félagsmenn. Félagsmeðlimur má skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðenda. Einungis má hver einstaklingur bjóða sig fram í eitt embætti hverju sinni.
14.gr. Eftir að auglýstur framboðsfrestur rennur út skal stjórn félagsins boða til opins fundar með frambjóðendum. Stjórnin skal einnig skipa eina manneskju til að stjórna þeim fundi og taka við spurningum nemenda.
15.gr. Að lokinni stjórnarskiptarhátíð – sem haldin skal eftir kjörfund I – lýkur kjörtímabili allra meðlima sitjandi stjórnar og nýkjörin 5 manna stjórn tekur við. Embætti sem kosið er í á kjörfundi II skulu vera auð þangað til að þeim fundi kemur.
16.gr. Sé aðeins ein manneskja sem skilar inn framboðslista í öll opin embætti má kjörstjórn sleppa kosningu og skipa þær manneskjur í embætti.
17.gr. Sé enginn sem skilar inn framboðslista í eitthvert embætti má sitjandi stjórn tilnefna einhvern í það embætti án undirskriftarlista.
18.gr. Allar kosningar skulu vera leynilegar.
IV. – VANTRAUST OG BROTTFALL ÚR STJÓRN
19.gr. Skuli meðlimur stjórnar segja af sér á miðju kjörtímabili má sitjandi stjórn skipa mann í það embætti eða halda því auðu þangað til næst er hægt að halda kosningar.
20.gr. Lýsi þriðjungur Félagsmanna NFL eða meirihluti stjórnar NFL yfir vantrausti á embættismann NFL skal taka málið fyrir á fundi stjórnar sem haldinn skal innan við viku frá því að vantrauststillaga berst. Félagsmálafulltrúi skólans, skólameistari eða staðgengill skal vera viðstaddur þann fund. Þar skulu forgöngumenn vantrauststillögunnar rökstyðja mál sitt og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Í leynilegri kosningu þarf tvo þriðju hluta atkvæða til að víkja viðkomandi úr embætti.
IV. – NEFNDIR OG ÖNNUR EMBÆTTI
21.gr. Fastanefndir félagsins skulu vera tvær. Hlutverk þeirra og skipan skal vera samkvæmt greinum 21 til 28.
22.gr. Skemmtinefnd skal vera skipuð þremur félagsmönnum NFL. Nefndin hefur umsjón yfir öllum smærri viðburðum á vegum félagsins og er stjórn NFL til aðstoðar við alla stærri viðburði. Skemmtinefnd skal taka allar hugmyndir félagsmeðlima sem þeim berast til íhugunar. Forsvarsmaður skemmtinefndar er Skemmtanastjóri/stýra félagsins.
23.gr. Íþróttanefnd skal vera skipuð þremur félagsmönnum NFL. Nefndin hefur umsjón yfir öllum viðburðum á vegum félagsins er tengjast íþróttum og er stjórn NFL til aðstoðar við alla stærri viðburði. Íþróttanefnd skal taka allar hugmyndir félagsmeðlima sem þeim berast til íhugunar. Forsvarsmaður íþróttanefndar er Íþróttastjóri/stýra félagsins.
24.gr. Í upphafi haustannar hefur forsvarsmaður fastanefnda heimild til þess að tilnefna fólk í sína nefnd. Staðfesti stjórn NFL ekki tilnefningu forsvarsmanns nefndarinnar skal kjósa í nefndirnar á kjörfundi II. Ef forsvarsmaður óskar ekki eftir því að tilnefna fulltrúa í sína nefnd skal einnig kosið í nefndina á kjörfundi II.
25.gr. Stjórn NFL hefur heimild til að stofna nýjar nefndir.
26.gr. Allir félagsmenn geta sótt um að stofna undirfélög. Umsóknir skal senda til stjórnar NFL og er hún þá tekin fyrir á næsta fundi stjórnar til synjunar eða samþykktar.
27.gr. Ef umsókn er hafnað skal stjórn félagsins skila greinargerð til umsækjanda þar sem ákvörðun stjórnar er útskýrð með haldbærum rökum.
28.gr. Stjórn Nemendafélags FL er ábyrg fyrir starfsemi undirfélaga gagnvart skólanum ásamt formanni viðkomandi félags.
29.gr. Stjórn NFL hefur seturétt á fundum undirfélaga og nefndum félagsins.
30.gr. Einn meðlimur stjórnar NFL skal vera hagsmunafulltrúi sem er tengiliður framkvæmdastjórnar SÍF við NFL og skólastjórnendur. Hagsmunafulltrúin skal kynna SÍF fyrir samnemendum sínum, þegar kostur gefst, svo sem á nýnemakynningum. Einnig skal hann miðla upplýsingum frá aðalþingi og sambandsstjórnarfundum til samnemenda og skólastjórnenda eftir því sem við á. 31.gr. Stjórn félagsins skal skipa fulltrúa nemenda í Skólanefnd FL til að gæta hagsmuna þeirra sem stunda nám við skólann, sbr. 5.gr. Laga um framhaldsskóla nr. 29/2008.
V. – HAGSMUNIR NEMENDA
32.gr. Stjórn Nemendafélags FL skal gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart skólanum, skólastjórnendum og Menntamálaráðuneytinu.
33.gr. Telji nemandi að á sér hafi verið eða sé verið að brjóta getur sá einstaklingur leitað til stjórnar félagsins. Stjórnini ber þá að taka málið fyrir og kanna mögulegar lausnir og viðbrögð í málinu.
34.gr. Sé um stórt hagsmunamál allra félagsmanna að ræða skal Stjórn NFL boða til félagsfundar.
35.gr. Nemendafélagið skal gæta þess að jafnrétti sé milli kynja í störfum sínum.
VII. – GILDISTAKA
36.gr. Lög þessi skulu taka gildi um leið og þau eru samþykkt af nemendum á kjörfundi og skólameistari hefur staðfest þau með undirskrift sinni.
37.gr. Við samþykkt þessara laga veitist sitjandi stjórn félagsins hverju sinni heimild til þess að breyta lögum þessum og bera þau svo undir atkvæðagreiðslu félagsmanna á kjörfundi svo þær breytingar öðlist gildi.
VIÐAUKAR
A – VARAHERLIÐ OG NJÓSNIR
1.gr. Allir meðlimir NFL eru sjálfskipaðir í varaherlið NFL, sem aðeins er hægt að virkja ef annar framhaldsskóli eða nemendafélag geri innrás í skólann, á félagið eða starfsemi þess.
2.gr. Stjórn NFL getur skipað njósnara til að verja Félagið fyrir hugsanlegum innrásum.
3.gr. Liggi fyrir rökstuddur grunur meðal njósnara félagsins um að innrás sé yfirvofandi getur forseti NFL boðað til heræfinga sem öllum meðlimum ber skylda til að ástunda.
4.gr. Njósnari félagsins skal alltaf vera ávarpaður Júlíus.