NFL
  • Stjórn
  • Kjörstjórn NFL
  • Tónkvíslin
  • Lög félagsins
  • Hafa samband

Allt á fleygi ferð!!!

17/9/2013

0 Comments

 
Nú er þrjár vikur búnar af skólanum og allt farið á fleygi ferð (líka veðrið). Búið er að kjósa í nefndirnar og komust eftirfarandi aðilar inn. 

Nemendafélagsstjórn: Matthildur, Fanney og Auður Katrín 

Skemmtinefnd: Una, Kamila, Arnór og Unnur 

Íþróttarnefnd: Daníel, Kinga og Jens 

Bíónefnd: Andri, Rebekka og Reynir 

Til hamingju með þetta og gangi ykkur vel

Kveðja 
Vefnefnd NFL
0 Comments

Nú byrjar þetta!!!

24/8/2013

1 Comment

 
Picture
Ágæti Lauganemi.

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur sunnudaginn 25. ágúst 2013 kl. 18.00. Athöfnin verður í íþróttahúsi skólans og þess er vænst að þú verðir viðstaddur.

Heimavistir verða opnaðar sama dag, 25. ágúst kl. 13.00 og verða lyklar að heimavistarherbergjum afhentir á skrifstofu skólans frá þeim tíma. Munið að hafa með ykkur sæng, kodda, rúmföt og herðatré.

Leiðsögutími hefst kl. 09.10 mánudaginn 26. ágúst.

Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á skólasetninguna og er öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar í mötuneyti skólans að lokinni skólasetningu.


Kv. Vefnefnd NFL

1 Comment

Lagfæring á síðu

7/6/2013

0 Comments

 
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á NFL.is og von á en fleiri breytingum sem eiga eftir að gera síðuna flottari og þægilegri fyrir notendur. 

Kv. Vefstjóri NFL.is
0 Comments

Laugar með silfur og brons í Hveragerði  

18/3/2013

0 Comments

 
Picture
Góður árangur hjá strákunum sem fóru með 2 lið á framhaldsskólamótið í fótbolta í Hveragerði. Þar komst annað liðið alla leið í úrslitaleikinn en hlaut að lokum silfrið á meðan hitt Laugaliðið hampaði þriðja sætinu. Vel gert strákar !

0 Comments

Tónkvísl 2013

14/2/2013

0 Comments

 
Picture
Jæja gott fólk nú er komið að því, Tónkvísl 2013 er á næsta leyti. Laugardaginn 16. febrúar. Það er smá breyting á tónkvíslinni þetta árið því Menntaskólinn á Tröllaskaga verður með okkur í ár. Alls eru það 28 atriði að þessu sinni.  
Það er alveg tilvalið að fá sér laugardagsbíltúr í lauga..
Það kostar 1000 krónur inn fyrir grunnskólanema og NFL meðlimi en 2000 fyrir fullorðna. Dagskráin hefst kl. 19:30 en húsið opnar 19:00.

0 Comments

Hvellur sýnd í þriðja sinn í Laugabíó

7/2/2013

0 Comments

 
Laugabíó mun sýna myndina HVELLUR sem fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi. Þessi uppreisn markaði upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Sýnd 10. feb kl. 17:00 í Þróttó

Miðaverð 1000 kr

Allir að mæta!
0 Comments

Myndin Hvellur sýnd í Þróttó 

22/1/2013

0 Comments

 
Laugabíó mun sýna myndina HVELLUR sem fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi. Þessi uppreisn markaði upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Frumsýnd 24. jan kl. 20:00 í Þróttó
Önnur sýning 29. jan kl. 20:00 í Þróttó

Miðaverð 1000 kr

Allir að mæta!
0 Comments

Nýtt ár gengið í garð!

3/1/2013

0 Comments

 
Picture
Jæja elskurnar, þá er nýtt ár gengið í garð, hið eina sanna 2013. Viljum við í stjórn nemendafélagsins óska ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir allt gott á því sem leið. Einnig vonum við að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar!
En nú eru bjartir tímar framundann, skólinn að hefjast og þar á meðal er starf nemendafélagsins og mun þessi önn vonandi verða enn betri en sú fyrri. Á komandi önn mun NFL þó reiða sig meira á nemendur en á önninni sem leið, allavega varðandi Tónkvísl, ef við ætlum að gera þetta almennilega þurfum við á öllum ykkur að halda! 
Í byrjun annar verður líklega ráðist í einhverjar breytingar á nefndaskipan, að minnsta kosti einn nýjann meðlim þarf í Bíónefndina því Keisarinn sjálfur er farinn. Tveir nýjir koma inn í ÍFL til að efla virkni þess og gefst einnig öllum þeim sem sitja í núverandi nefndum að segja af sér og verða þá nýjir kosnir inn.
Njótið þið nú þess sem eftirlifir af fríinu og svo sjáumst við eldhress á þriðjudaginn!
Ykkar Nemendafélagsstjórn :)

0 Comments

Jólafríííí.....!

11/12/2012

0 Comments

 
Picture
Jæja þá er jólafríið að bresta á allir eru á seinasta snúning hér að klára verkefni og annað. Þessi önn er búin að ganga virkilega vel, dragkeppni, árshátíðin og margt fleira eins og minni viðburðir hér í skólanum. En á næsta leyti er að skipuleggja tónkvísl það á eftir að skipa stórann sess hér í lífi nemendafélagsins og vonum að allt gangi að óskum. 

Við í stjórn NFL óskum öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á liðni önn.

0 Comments

Vel heppnuð árshátíð

25/11/2012

0 Comments

 
Picture
Árshátíð Framhaldsskólans á Laugum var haldinn í Ýdölum, föstudagskvöldið 23. nóvember.

Þessi atburður hefur ætíð lukkast vel og setið lengi í minningu bæði nemenda, starfsfólks og annarra gesta. Það var enginn breyting á því þetta árið.

Á árshátíðinni voru ýmsar skemmtilegar uppákomur, þar sem nemendafélagsstjórnin sá um skemmtiatriði, vistaratriði voru á vísum stað, sem og atriði starfsmanna. Gunnar Sigurðarson var veislustjóri í þetta sinn og hélt uppi stuðinu.



Picture
Picture
Picture
0 Comments
<<Previous
Forward>>
    Picture
    Picture
    Picture
    Picture

    Aðalstyrktaraðilar Tónkvíslarinnar 2016:

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
Photo from JoyTek
  • Stjórn
  • Kjörstjórn NFL
  • Tónkvíslin
  • Lög félagsins
  • Hafa samband